BMJ energy dregur nafn sitt af stofnendum fyrirtækisins þeim Bjarna Malmquist og Bjarna Maríusi Jónssonum. Fyrirtækið varð til í framhaldi af lítilli heimarafstöð sem Bjarni Malmquist hannaði og var sett upp sumarið 2008. Haustið 2009 útskrifaðist hann sem rafiðnfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík þar sem lokaverkefnið var hönnun og smíði á álagsstýringu fyrir litlar vatnsaflsvirkjanir. Með stofnun fyrirtækisins er ætlunin að halda áfram með verkefnið með því að smíða og koma á markað ódýrum en jafnframt öruggum heildar stýribúnaði fyrir heimarafstöðvar, sem auk þess að stýra snúningshraða rafalans sér til þess að nýta vatnsaflið í bæjarlæknum sem allra best með því að stýra vatnsflæði bæði út frá okrunotkun og „orkuframboði“ (þ.e.a.s. eftir því hve mikið vatn er til umráða).

Til að byrja með munum við nær eingöngu stefna að því að vera með búnað fyrir heimarafstöðvar (minni en 30 kW), en auk þess að framleiða stýribúnað fyri heimarafstöðvar þá býður BMJ energy upp á allan þann búnað sem þarf til að setja upp rafstöð, þ.á.m. túrbínur af öllum gerðum og stakar túrbínu skálar fyrir pelton og turgo, rafala, stillanlega spíssa o.fl. Við bjóðum að sjálfsögðu einnig upp á heilar vélasamstæður sem eru sérhannaðar og smíðaðar fyrir aðstæður á hverjum stað.

Svo að ef þú hefur áhuga á því að virkja bæjarlækinn en vantar, þekkingu, búnað eða einhverja aðra aðstoð þá skaltu hafa samband.

BMJ hlaut styrk frá Tækniþróunarsjóði fyrir frekari þróun á sínum vörum
BMJ energy hlaut styrk sumarið 2016 frá Tækniþróunarsjóði fyrir frekari þróun á sínum vörum.

Making the worlds smartest Micro Hydro